Lög

    

Lög bifhjólaklúbbsinsTRÚBOÐAR

 

1. gr. Nafn
Nafn klúbbsins er Trúboðar sem eru samtök kristinna bifhjólamanna. Heimiliklúbbsins og varnarþing er í Reykjavík.


2. gr. Tilgangur og markmið

1. Bera boðskap lifandi kristinnar trúar til alls fólks, sérstaklega bifhjólafólks

2. Eiga gott samstarf við önnur félög, samtök og einstaklinga hvað varðar meðferð og notkun bifhjóla.

3. Gæta hagsmuna bifhjólafólks og stuðla að ánægjulegri og öruggri bifhjólamenningu

4. Vera landsmönnum gott fordæmi bæði almennt og í umferðinni

5. Efna til mannfagnaða og útgáfustarfsemi

6. Félagar hafi að leiðarljósi kristni, kurteisi og kærleika sem grundvallaratriði í öllu starfi klúbbsins.

 

3. gr. Merki

Merki og nafn klúbbsins er einkaleyfisverndað samkvæmt einkaleyfi nr. 4053/2006. Merkið er hvítt á svörtum grunni áletrað nafni klúbbsins og táknrænt fyrir nafnið og starfsemi klúbbsins. Merkin eru þrjú: lítið klúbbmerki og nafnmerki ásamt númeri félagsmanns og stórt klúbbmerki með sjálflýsandi krossi. Litlu merkin tvö skal bera utan á hægri upphandlegg og stóra merkið á bakinu. Merkin eru keypt af félagsmanni og skulu fjarlægð þegar viðkomandi er ekki lengur félagsmaður. Öll notkun á merki klúbbsins er háð leyfi stjórnar.


4.gr. Inntaka félagsmanna

Hver sem er getur sótt um inngöngu í klúbbinn, að því tilskyldu að hann sé kristinnar trúar og hafi áhuga á að starfa samkvæmt tilgangi og markmiðum klúbbsins.Umsækjandi skal sækja um inngöngu með tölvupósti til [email protected]. Áður en umsókn er tekin til afgreiðslu skal umsækjandi kynna sér starfsemi klúbbsins, tilgang hans og markmið. Stjórn klúbbsins tekur afstöðu til umsóknarinnar og tilkynnir viðkomandi niðurstöðu að loknum næsta stjórnarfundi. Merki klúbbsins verða pöntuð af stjórn þegar árgjald hefur verið greitt.

 

5. gr. Brottvísun

Hægt er að vísa einstaklingi úr klúbbnum hafi hann skaðað ímynd hans. Til þess þurfa fimm fullgildir félagar að leggja fram skriflega, rökstudda kæru til stjórnar. Berist stjórn lögleg brottvísunarkæra skal hún vinna úr henni svo fljótt sem unnt er og skila niðurstöðum eigi síðar en 30 dögum eftir móttöku bréfsins.Vísi stjórn einstaklingi úr klúbbnum hefur hann rétt á að krefjast þess að mál hans verði tekið upp á næsta almenna félagsfundi og brottvísun hans borin undir atkvæði. Einfaldur meirihluti nægir til að staðfesta eða hafna brottvísun.Hafni stjórn brottvísunarkæru hafa kærendur sama rétt til að krefjast þess að málið sé tekið upp á næsta almenna félagsfundi. Í slíkum tilfellum skal beraþað sérstaklega upp til atkvæðagreiðslu hvort fjalla skuli frekar um höfnun frávísunar. Hafni fundurinn frekari umfjöllun um málið, gildir ákvörðunstjórnar og málið er tekið af dagskrá. Verði einstaklingi vísað úr klúbbnum ber honum tafarlaust að hætta notkun á merkjum klúbbsins.

 

6.gr. Félagsgjald

Árlegt félagsgjald skal ákveðið á aðalfundi ár hvert. Það skal greitt inn á reikning félagsins fyrir aðalfund. Eingöngu skuldlausir félagsmenn hafa atkvæðisrétt á aðalfundi klúbbsins. Hafi árgjald ekki verið greitt 6 mánuðum eftir eindaga telst félagsmaður ekki lengur vilja starfa með félaginu og dettur sjálfkrafa útaf félagaskrá. Áður en félagsmaður er fjarlægður af félagaskrá skal stjórn félagsins tilkynna viðkomandi það í tölvupósti með tveggja vikna fyrirvara og gefaviðkomandi tækifæri til að standa skil á félagsgöldum.

 

7.gr. Sjóður

Tekjur renna í sjóð klúbbsins og skal honum varið í framkvæmdir og rekstur en að öðru leyti eftirsettum reglum sem stjórn klúbbsins setur á hverjum tíma. Árlega skal að lágmarki tíund af nettóhagnaði hvers árs renna til kristilegs starfs eða góðgerðarverkefna samkvæmt ákvörðun stjórnar hverju sinni. Ef klúbburinn er lagður niður skulu eignir hans renna óskiptar til trúboðs.

 

8. gr. Útgáfa

Vefsíðan www.trubodar.com - skal sjá félagsmönnum og almenningi fyrir fréttum og upplýsingum af klúbbnum og starfsemi hans. Stjórn klúbbsins skipar vefsíðustjóra. Önnur útgáfa klúbbsins skal vera í umsjón stjórnar.

 

9. gr. Um aðalfund

Haldinn skal aðalfundur fyrir lok febrúar ár hvert. Skal þar taka fyrir venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum klúbbsins. Stjórn boðar til aðalfundar meða.m.k. tuttugu daga fyrirvara og skal hann boðaður með tölvupósti tilfélagsmanna og á heimasíðu klúbbsins. Með fundarboði skulu fylgja tillögur að lagabreytingum ef einhverjar eru. Reikningsár klúbbsins skal vera almannaksárið. Eintak af endurskoðuðum ársreikningum skal liggja frammi á aðalfundi.

 


10. gr. Aðalfundur

Rétt til setu á aðalfundi hafa allir fullgildir félagar. Stjórn getur einnig boðið öðrum á fundinn ef sérstök ástæða þykir. Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa einungis mættir fullgildir félagar. Formaður setur fundinn og kosinn er fundarstjóri. Fundarstjóri gerir tillögu að fundarritara.

Dagskrá aðalfundar
1. Fundur settur
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
3. Lögmæti fundarins kannað
4. Skýrsla stjórnar
5. Skýrsla gjaldkera og endurskoðaðir reikningar lagðir fram
6. Skýrslur nefnda
7. Umræður um skýrslur
8. Reikningar bornir upp til samþykktar
9. Lagabreytingar.
10. Kosning formanns
11. Kosning stjórnar, varamanna og endurskoðenda.
12. Kosning nefnda.
13. Önnur mál.
14. Fundargerð þess fundar lesin og borin upp til samþykktar.
15. Fundi slitið



11.gr. Lagabreytingar

Til breytinga á lögum klúbbsins þarf 2/3 hluta greiddra atkvæða. Lagabreytingar má aðeins leggja fram á aðalfundi. Tillögur að lagabreytingum skal senda stjórn klúbbsins fyrir 1. janúar ár hvert og skal stjórn staðfesta móttöku þeirra og senda þær út með aðalfundarboði.

 

12. gr. Kjör stjórnar og endurskoðenda

Stjórn klúbbsins skal skipuð fimm einstaklingum og tveim til vara: varaformaður, gjaldkeri, ritari og meðstjórnandi. Kjósa skal formann klúbbsins sérstaklega. Að öðru leiti skiptir stjórnin með sér verkum. Framboð til stjórnar skulu berast stjórn klúbbsins, minnst tveimur vikum fyrir aðalfund. Séu fleiri en einn einstaklingur í framboði um hvert embætti skal kosning vera skrifleg. Réttkjörnir stjórnar- og varamenn eru þeir sem flest atkvæði hljóta. Ef atkvæði falla jafnt skal kosið aftur á milli viðkomandi einstaklinga. Tveir endurskoðendur skulu kosnir ásamt varamanni.

 

13. gr. Nefndir

Á aðalfundi skal kjósa í skemmti- og ferðanefnd. Hver nefnd skal skipa sér einn fulltrúa sem er tengiliður við stjórn. Fjármálnefnda skulu vera undir stjórn gjaldkera klúbbsins. Verksvið nefndanna er nánar skilgreint af stjórn sem setur þeim erindisbréf. Stjórn er heimilt að skipa aðrar nefndir ef svo ber undir.

14. gr. Stjórn

Stjórn skiptir með sérverkum. Eftir fyrsta stjórnarfund að aðalfundi loknum skal skipan embætta kynnt á vefsíðunni. Formaður boðar til stjórnarfunda. Tveir eða fleiri stjórnarmenn geta óskað stjórnarfundar hvenær sem er. Forfallist aðalmenn í stjórn eða hættastörfum skal kalla til varamann til að taka sæti stjórn. Stjórnarfundir eru löglegir ef þrír eða fleiri stjórnarmenn eru mættir. Afl atkvæða ræður úrslitum á stjórnarfundum. Stjórn hefur á hendi sér allar framkvæmdir milli aðalfunda, hefur eftirlit með nefndum og kemur fram fyrir hönd klúbbsins.


15. gr. Félagsfundir

Stjórnboðar til almennra félagsfunda og setur þeim dagskrá. Á öllum félagsfundum skalskipa fundarstjóra sem stýrir fundi samkvæmt dagskrá. Ávallt skal taka fyrirliðinn "önnur mál". Ritun félagsfunda er í höndum stjórnar. Hjólaferðir teljast ekki til félagsfunda.


16.gr.Auka aðalfundur

Stjórn kveður til auka aðalfundar þegar þess er þörf eða a.m.k. 1/5 hluti fullgildrafélaga óskar þess enda geri þeir áður grein fyrir fundarefni. Til auka aðalfundar skal boða skriflega með a.m.k. tveggja vikna fyrirvara.

 

17.gr.Heiðursfélagar

Stjórnklúbbsins getur lagt fram tillögu að heiðursfélaga og skal tillagan tekin fyrirá aðalfundi. Heiðursfélagar hafa sama rétt og almennir félagar en eru undanþegnir félagsgjöldum.


18.gr.Slit

Starfsemi klúbbsins verður aðeins hætt á aðalfundi og til þess þarf samþykki 3/4 hluta mætra fullgildra félaga. Fundur sá er starfseminni slítur ráðstafar eigum hans í samræmi við 7. gr.


Lög þessi eru þannig samþykkt á aðalfundi Trúboða þann 26. febrúar 2020 og falla eldri lög úr gildi frá og með sama tíma.

Lög um félög og fundarsköp ráða þar sem fyrirmæli skortir í lögum þessum.

Flettingar í dag: 7
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 299
Gestir í gær: 96
Samtals flettingar: 589211
Samtals gestir: 35233
Tölur uppfærðar: 22.9.2023 00:38:33
clockhere